Upplýsingar til iðkenda og foreldra/forráðamanna

Hér er að finna upplýsingar sem nauðsynlegt er að bæði iðkendur og foreldrar/forráðamenn kynni sér fyrir æfingabúðirnar.

Nokkrir punktar vegna æfingabúða til iðkenda og foreldra!

Nú eru æfingabúðirnar að fara að byrja og eru ýmis atriði sem nauðsynlegt er að hafa á hreinu, bæði fyrir iðkendur og foreldra/forráðamenn:

  • Mæting er alltaf a.m.k. 30 mín. áður en fyrsti tími hefst að morgni.
  • Hitið upp skv. upphitunarblaði fyrir alla ístíma, munið að koma alltaf með sippuband með ykkur.
  • Alltaf mæta tímanlega á ís og afís! Þetta er mjög mikilvæg regla! Munið að heilsa þjálfurum/bjóða góðan daginn þegar komið er í tíma og hneigja ykkur eftir tímana, hlusta vel og sýna öðrum iðkendum kurteisi.
  • Ef fyrsti tími að morgni er Afís-Bj þýðir það að fyrsti tími er afístími á Bjargi og skulu iðk. þá mæta beint á Bjarg, en þeim verður skutlað niður í höll eftir afístímann. Fylgist mjög vel með þessu.
  • Suma daga er afís í höllinni og er mikilvægt að allir sýni tillitssemi, hafið ekki hávaða eða læti í höllinni eða flækist fyrir þeim sem eru í tímanum.
  • Klæðnaður á ís og afís: þröngar leggings eða skautapils/skautakjólar, íþróttabolur og hettulaus peysa, vettlingar. Munið eftir að koma með góða íþróttaskó fyrir afís og upphitun.
  • Komið alltaf með vatnsbrúsa með ykkur.
  • Eftirtalda daga er ekki boðið upp á mat í hádegi og skulu iðk. þá koma með nesti. Þessir dagar eru: 2., 16. og 17. ágúst. Munið að koma með hollt nesti.
  • Fyrir þá sem þurfa að bíða í höllinni eftir að verða sóttir verður boðið upp á DVD í fundarherbergi.
  • Kaffistofa (DJ-herb.) er AÐEINS fyrir þjálfara/starfsfólk og eru iðkendur beðnir um að virða það.
  • Munið eftir heimasíðunni www.sasport.is/skautar!