Upplýsingar til allra iðkenda vegna Jólahátíðar 2008

Jólahátíð listhlaupadeildar 2008 - Sunnudaginn 21. desember 2008

 

Jólahátíð listhlaupadeildar 2008

Sunnudaginn 21. desember 2008 

 

  • Kl. 17:15 -18:00 Sýning yngri flokka/styttra kominna iðkenda (1. 2. og 3. hópur) “Þegar Trölli stal jólunum”
  • Kl. 18:00 -18:30 Jólaball fyrir yngri iðkendur og sýningargesti
  • Kl. 18:30 -19:00 Hlé  
  • Kl. 19:00 - ca. 20:15 Sýning eldri flokka/lengra kominna iðkenda (4. 5. 6. og 7. hópur) “Jólafantasía”

 Aðgangseyrir kr. 1000 kr. Frítt fyrir börn (12 ára og yngri) og ellilífeyrisþega. Miðinn gildir fyrir alla hátíðina sem hefst kl. 17:15 og endar kl. 20:15.  Foreldrafélag verður með kaffi og veitingasölu gegn vægu gjaldi meðan á hátíð stendur. Það er ekki posi á staðnum og því viljum við vinsamlega biðja ykkur um að taka með pening.  Fólki er frjálst að koma og fara eins og það vill svo lengi sem það hefur miðann til að komast inn aftur J 

 

Iðkendur yngri flokka skulu mæta ekki seinna en kl. 16:45. Klefar verða merktir með nöfnum flokkanna (1. hópur, 2. gulur, rauður, grænn og blár og 3. hópur) og skulu iðkendur mæta í þann klefa sem merktur er hópnum þeirra. Þjálfarar munu bíða í klefunum og halda utan um sína hópa alla sýninguna.

 

Iðkendur eldri flokka skulu mæta ekki seinna en kl. 18:15 og verða klefar líka merktir með flokkanöfnum.

 

Upplýsingar um búninga hjá yngri flokkum er að finna á miða sem börn fengu með heim miðvikudaginn 3. des. Ef einhver var ekki mættur þann dag og fékk ekki miða er allar upplýsingar að finna á heimsíðunnu www.sasport.is/skautar og einnig hægt að fá upplýsingar hjá Helgu Margréti yfirþjálfara (helgamargretclarke@gmail.com/gsm:8214258)

 

Ef iðkendur eldri flokka hafa einhverjar spurningar þá endilega hafið samband við Helgu Margréti líka.

 

Jólafrí hjá öllum iðkendum hefst að lokinni jólasýningu. Æfingar í jólafríi verða hjá iðkendum eldri flokka. Sjá www.sasport.is/skautar.

 

Kær kveðja,

Þjálfarar og stjórn

 

Sjáumst á sýningunni J