Þrír frá SA með U-20 til Spánar


Skautafélag Akureyrar á þrjá fulltrúa í landsliði Íslands skipuðum leikmönnum 20 ára og yngri sem tekur þátt í HM, II. deild, b-riðli, á Spáni. Liðið hélt út í morgun, fyrsti leikur á laugardag.

Þeir Hafþór Andri Sigrúnarson og Ingþór Árnason eru í U-20 landsliðinu að þessu sinni, en auk þeirra er Jóhann Már Leifsson með landsliðinu sem aðstoðarþjálfari Lars Foder.

Fyrsti leikur Íslands verður gegn Suður-Kóreu á laugardag. Síðan mæta þeir Kínverjum á sunnudag, Spánverjum á þriðjudag (14.01.), Serbum á miðvikudag (15.01.) og Áströlum á föstudag (17.01.).

Í frétt á vef ÍHÍ kemur meðal annars fram að liðið vann sig upp úr 3. deildinni síðast og stefnir að sjálfösgðu að því að halda sæti sínu í 2. deild. Í fréttinni má einnig sjá lista yfir landsliðshópinn allan.

Á heimasíðu mótsins má nálgast allar upplýsingar um liðin, tölfræðina, beinar textalýsingar og væntanlega myndir einnig þegar mótið fer í gang.