Þorramót í krullu 22. janúar

Opið Þorramót í krullu verður haldið á laugardagskvöldið. Allir velkomnir. Skráning á staðnum.

Mótið verður með frjálslegu sniði og verður ákveðið á staðnum með hliðsjón af mætingu hvers konar keppnisfyrirkomulag verður notað. Væntanlega verður dregið í lið þannig að þeir sem áhuga hafa á að taka þátt geta einfaldlega mætt í Skautahöllina fyrir kl. 19 á laugardagskvöldið og verða þátttakendur skráðir á staðnum. Krullufólk sem er ákveðið í að mæta er engu að síður beðið um að skrá sig fyrirfram til að auðvelda skipulag - sendið tölvupóst í haring@simnet.is, hafið samband í s. 824 2778 eða kvittið á Facebook-síðu Krulludeildarinnar.

Framhaldið fer síðan einfaldlega eftir mætingu.

Áætlað er að mótið hefjist um kl. 19.00 þannig að enginn þarf að missa af handboltaleik Íslands og Þýskalands á HM. Krulludeildin býður upp á veitingar í föstu formi.