Teflt á tæpasta vað, tap gegn Birninum

Mynd: Ásgrímur Ágústsson (21.12.2013)
Mynd: Ásgrímur Ágústsson (21.12.2013)


SA tapaði með eins marks mun gegn Birninum í mfl. kvenna á Íslandsmótinu í íshokkí um helgina. Björninn er kominn með sex stiga forystu, en SA á leik til góða.

Liðin skoruðu hvort sitt markið í fyrsta leikhluta. Fyrst kom Alda Kravec Birninum í 1-0 eftir um sex mínútur, en Silvía Rán Björgvinsdóttir jafnaði fyrir SA.

Björninn bætti síðan við tveimur mörkum í örðum leikhluta, en Silvía Rán minnkaði muninn í 3-2 í upphafi þess þriðja. Aftur náði Björninn tveggja marka forystu, en Silvía Rán skoraði sitt þriðja mark þegar mínúta var eftir af leiknum. Þar við sat og ósigur gegn Birninum staðreynd. Úrslitin: Björninn - SA: 4-3 (1-1, 2-0, 2-2).

Með sigrinum hefur Björninn náð þriggja stiga forystu á SA á toppi deildarkeppninnar, en hefur leikið einum leik fleira en SA. SA á nú framundan tvo leiki gegn SR, fyrst laugardaginn 15. febrúar syðra og svo laugardaginn 22. febrúar í Skautahöllinni á Akureyri. Lokaleikur SA í deildinni verður síðan gegn Birninum á Akureyri laugardaginn 1. mars. Lokaleikur deildarinnar verður svo á milli Bjarnarins og SR þremur dögum síðar.

Mörk/stoðsendingar
Björninn
Alda Kravec 2/0
Flosrún Vaka Jóhannesdóttir 1/1
Snædís Kristjánsdóttir 1/0
Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir 0/2
Berglind Valdimarsdóttir 0/1
Refsimínútur: 8
Varin skot: 29

SA
Silvía Rán Björgvinsdóttir 3/0
Sunna Björgvinsdóttir 0/1
Refsimínútur: 18
Varin skot: 18

Atvikalýsing (ÍHÍ)