Tap gegn Eistlendingum, mæta Belgum í dag


Karlalandsliðið í íshokkí, með níu SA-leikmenn innanborðs, stendur nú í ströngu í II. deild A á Heimsmeistaramótinu. Liðið tapaði fyrir sterku liði Eistlendinga í gær og mætir Belgum í dag.

Eistlendingar komust yfir í fyrsta leikhluta, en Íslendingar jöfnuðu og átti Jón Benedikt Gíslason þátt í því marki.

Fyrirfram er lið Eistlands talið það sterkasta í riðlinum og undanfarin ár hafa Íslendingar tapað fyrir þeim með meiri mun, svo nú ætti að vera ástæða til bjartsýni og að stefna á verðlaunasæti.

Tenglar:
Heimasíða mótsins með upplýsingum um liðin, tölfræði, leikskýrslur, myndir og allt.
Leikmannalistar, Ísland-Eistland
Leikskýrslan, Ísland-Eistland
Jón Gísla í viðtali á mbl.is
Frétt mbl.is eftir leikinn gegn Eistlandi
Frétt mbl.is fyrir leikinn gegn Belgíu í dag

Íslenska liðið mætir Belgíu í dag og hefst leikurinn kl. 14.30 að íslenskum tíma. Bein útsending verður í gegnum U-stream - hér.