Svarta gengið Bikarmeistarar 2008

Svarta gengið Húsbygg bikarmeistarar 2008
Svarta gengið Húsbygg bikarmeistarar 2008
Svarta gengið sigraði Riddara í jöfnum og spennandi leik.

Úrslitaleikurinn var æsispennandi og réðust úrslit ekki fyrr en á síðasta stein. Svarta gengið skoraði 1 í fyrstu lotu en Riddarar 1 í annari og 1 í þriðju lotu. Svarta gengið skoraði 1 í fjórðu og aftur í þeirri fimmtu og staðan því 3 - 2 fyrir Svarta gengi. Riddarar áttu einn stein inni þegar þeir renna sínum síðasta stein en ekki vildi betur til en að sá steinn ýtti aðeins við stein Svarta gengis og setti hann innstan og því endaði leikurinn 4 - 2 fyrir Svarta gengi við mikinn fögnuð þeirra.  Þess má geta að Svarta gengið og Riddarar deildu með sér síðustu sætunum á Akureyrarmótinu sem lauk fyrir stuttu og spila síðan úrslitaleik nokkru seinna, svona er nú krullan.    Til hamingju Svarta gengi