Sumaræfingar í júlí hjá Helgu Margréti og Audrey Freyju

Öllum iðkendum LSA stendur til boða að vera með í sumaræfingum í júlí með Helgu Margréti yfirþjálfara og Audrey Freyju systur hennar. Æfingarnar verða í svipuðum stíl og æfingarnar hjá Hóffu voru núna í maí, skokk, stöðvaþjálfun, stökk afís, teygjur o.s.frv. Við munum að sjálfsögðu gera ýmislegt skemmtilegt líka t.d. hjóla Eyjafjarðarhringinn, fara í Kjarnaskóg og sund. Við hvetjum alla til að mæta og taka þátt bæði til að halda sér í formi, auka liðleika og hafa gaman. Búið er að opna Facebook síðu þar sem afístímarnir verða auglýstir sérstaklega. Þeir sem ekki eru með Facebook geta nálgast upplýsingar hér á heimasíðunni. Endilega fylgjist vel með :) Hér er linkur á Facebook síðuna.