Sumar hokkískóli, skráning enn í gangi!

Nú hefur Sarah lokið skipulagningu Sumar hokkískólans sem haldinn verður í ágúst og hægt er að skrá sig hér á vefnum með því að smella á tengilinn "skráning í sumar hokkískólann 2010" hér til vinstri. Skólinn er fyrir alla aldurshópa og "algjört möst" til að starta vetrinum jafnfætis sunnlendingunum. Smelltu á "Lesa Meira" til að skoða nánar.

Við notum skráningarformið "skráning í félagið" til að skrá í hokkískólann. Vinsamlegast vandið skráninguna og notið reitinn "Systkini í félaginu" til að tilgreina hópinn t.d. 95plús eða oldb. eða kvenna og svo framvegis. Hér fyrir neðan eru tenglar á skjöl með nánari uppl. um hvern hóp.

Börn fædd ´03 til ´05

Börn fædd ´99 til ´02

leikmenn fæddir ´95 og eldri (MFL og 2 flk)

Leikmenn kvennaflokks fæddir ´98 og eldri

OldBoy og Valkyrjur

Þátttökugjöld eiga að greiðast inn á reikn. 0162-05-269868 kt: 630295-2709 og munið að setja nafn og flokk þátttakanda í skýringar.