Strumparnir sigruðu

Myndir: HI
Myndir: HI


Hið árlega Áramótamót Krulludelidar fór fram í gærkvöldi. Strumparnir urðu hlutskarpastir eftir jafnt mót og skotkeppni sem þurfti til að skera úr um sigurvegara.

Þegar krullufólk, vinir og vandamenn mæta til leiks í Áramótamótið er dregið saman í lið og reynt að dreifa þeim óvönu sem jafnast á liðin. Þátttakendur eru jafnframt hvattir til að gefa sjálfum sér lausan tauminn í búningavali. Sumir fóru alla leið, sumir hálfa, sumir voru bara í sínum venjulegu keppnisfötum. Allir voru í góðu skapi og flestir í miklu keppnisskapi. 

Úrslit leikja:
Strumparnir - Konunglegu stirðbusarnir 3-1
Skvap - Skurðgröfurnar 1-6
Strumparnir - Skvap 1-3
Konunglegu stirðbusarnir - Skurðgröfurnar 1-2
Skvap - Konunglegu stirðbusarnir 3-2
Skurðgröfurnar - Strumparnir 0-4

Þegar upp var staðið voru því þrjú lið jöfn með fjögur stig, en eitt lið án stiga. Úrslit í innbyrðis viðureignum þessara þrigga liða var jafn og því var gripið til skotkeppni. Tveir óreyndustu leikmenn hvers liðs tóku skot að miðju og gilti betra skot hvers liðs.

Arnar Haukur Rúnarsson, yngsti keppandi mótsins, tryggði sínu liði, Strumpunum, sigur með skoti sem hafnaði aðeins 35 sentímetrum frá miðjupunktinum á hinum enda brautarinnar. Aðrir voru lengra frá.

Lokastaða:
1. Strumparnir 6 stig + 1. sæti í skotkeppni
2. Skvap 6 stig + 2. sæti í skotkeppni
3. Skurðgröfurnar 6 stig + 3. sæti í skotkeppni
4. Konunglegu stirðbusarnir - án stiga.

Hugrún Ósk Ágústsdóttir vann búningakeppnina, en hún mætti nánast albleik sem Solla stirða. Maður hennar (eða sambýlismaður, við vitum það ekki nákvæmlega), Jón Ingi Sigurðsson, fékk verðlaun í karlaflokki, en hann var Íþróttaálfurinn. Latabæjarþema á því heimili að þessu sinni.

Myndir frá mótinu eru komnar í almbúm á myndasíðunni - og sýna að sjálfsögðu að þar var á ferðinni áhugamaður með litla vél og gæðin því ekki í sömu flokkum og alvöru ljósmyndarar, áhuga- og atvinnu-, í félaginu láta frá sér. Takið viljann fyrir verkið. Sumar myndirnar bera þess merki að myndasmiðurinn hafi ekki haft neitt annað að gera en að leika sér...

Mótsstjóri þakkar þátttakendum fyrir skemmtilega kvöldstund og sérstaklega Davíð Valssyni fyrir umsjón með veitingum, sem voru veglegar að vanda.

Liðin:
Strumparnir: Andri Freyr Magnússon, Arnar Haukur Rúnarsson, Rúnar Steingrímsson og Sigurjón Ólafsson.
Skvap: Sigurjón Steinarsson, Eva Björk, Gunnar Jóhannesson, Kristján Bjarnason og Rúnar Gunnarsson.
Skurðgröfurnar: Jón Ingi Sigurðsson, Sigurður Steindórsson, Árni Grétar Árnason, Einar S.
Konunglegu stirðbusarnir: Hugrún Ósk Ágústsdóttir, Sigfús Sigfússon, Einar Pálmi Sigmundsson og Davíð Valsson.