Stórleikur í höllinni á laugardaginn

Ljósm. Sigurgeir Haraldsson.
Ljósm. Sigurgeir Haraldsson.
Á laugardaginn verður stórleikur í höllinni þegar eldra kvennalið SA tekur á móti Birninum.  Björninn hefur verið með sterkasta liðið í vetur en á meðan tvískipting SA liðsins vetur veikti liðið/liðin í upphafi hafa þau jafnt og þétt verið að styrkjast og nú ætla SA konur sér ekkert annað en sigur.

Nokkuð hefur vantað uppá til þess að eldra liðið hafi náð að tefla fram sínu sterkasta liði, en nú er loks útlit fyrir að hægt sé að stilla upp fullmönnuðu liðið og það verður spennandi að sjá viðeign tveggja sterkra liða.   Nokkrir leikmenn SA munu spila sinn fyrsta leik í vetur s.s. Guðrún Blöndal, Linda Sveinsdóttir, Birna Baldursdóttir og Sólveig Smáradóttir.

Leikurinn hefst kl. 17:30 og eru stuðningsmenn SA hvattir til að fjölmenna í höllina og sjá skemmtilegan leik.