Stelpurnar tapa fyrir Kóreu

Á vef ÍHÍ er komin frétt um gengi kvennaliðsins í fyrsta leiknum gegn Kóreu. Þær töpuðu fyrstu tveimur leikhlutunum 4-0 og 3-0 en náðu sér á strik í 3. leikhluta og unnu hann 2-1. Það var Patty okkar (Patricia Huld Ryan) sem skoraði fyrsta markið í sögu kvennalandsliðsins sem var viðeigandi því hún skorðai líka fyrsta mark liðsins í æfingaleik við SR í gulldrengjamótinu fyrir stuttu síðan. Hulda okkar Sigurðardóttir skorðaði seinna markið.Um leikinn má lesa á vef ÍHÍ og þegar fram líða stundir eiga að koma upplýsingar um mótið inná vef IIHF undir "IIHF WORLD WOMEN CHAMPIONSHIPS" en línkurinn er merktur WWIV. Við sendum stelpunum baráttu kveðjur "engin verður óbarinn biskup." Áfram Ísland!