Skráning í Gimli Cup krullumótið - framlengdur frestur

Gimlimeistarar 2012.
Gimlimeistarar 2012.


Skráning í næsta krullumót, Gimli Cup, er hafin. Leikið verður á mánudagskvöldum í nóvember og fram í desember. Ef fresta þarf leik verður spilað á miðvikudagskvöldi.

Tekið er á móti skráningum í netfanginu haralduringolfsson@gmail.com og síma 824 2778. Síðasti skráningardagur er fimmtudagurinn 7. nóvember. Skrá skal nafn liðs og 4-5 liðsmanna. 

Þátttökugjaldið er 7.000 krónur á lið og greiðist inn á reikning Krulludeildar 0302 - 13 - 306209, kt. 620911-1000.

Ekki er alveg komið á hreint hvort mótið hefst mánudaginn 4. eða 11. nóvember, það fer bæði eftir fjölda liða og eins því hvenær hægt verður að spila frestaðan leik úr Akureyrarmótinu. Fyrirkomulag mótsins fer eftir fjölda liða, en líklegast er að allir leiki við alla eftir sama fyrirkomulagi og var í Akureyrarmótinu.

Leikið verður á mánudagskvöldum í nóvember og eitthvað fram í desember. Þátttakendur þurfa þó að vera við því búnir að ef fresta þarf leikjum vegna veikinda eða annrra gildra forfalla að spila frestaða leiki á miðvikudagskvöldum.