Skautamót í Laugardal 5.-7 des. vasapeningur og fundarboð

Keppendur á mótinu um næstu helgi þurfa að hafa með sér 2000 krónur í vasapening, 1000 krónur fer upp í fæði í ferðinni og 1000 krónur fer í bíóferð á laugardeginum.

Þriðjudaginn 2. desember kl 18 er svo fundur í Skautahöllinni þar sem keppendur og foreldrar / forráðamenn geta fengið tækifæri til að spjalla við farastjóra um ferðina.

Við förum með flugi fram og til baka. Brottför frá Akureyri á föstudaginn er klukkan 17:25 og heim aftur á sunnudag frá Reykjavík klukkan 15, mæting er hálftíma fyrir brottför.

stelpurnar fá með sér blað heima af æfingu í dag með frekari upplýsingum.

 kveðja frá farastjórum.