Sigur í framlengingu, Jóhann Már með tvö

Mynd: Sigurgeir Haraldsson (18.03.2014)
Mynd: Sigurgeir Haraldsson (18.03.2014)


Karlalandsliðið í íshokkí sigraði Ástrali í framlengingu í II. deild A á Heimsmeistaramótinu í gær. Jóhann Már Leifsson opnaði markareikning sinn hjá A-landsliðinu og skoraði tvisvar.

Íslendingar komust yfir á upphafsmínútunum, en Ástralir jöfnuðu og komust yfir í öðrum leikhluta. Það var svo ekki fyrr en alveg undir lokin sem Jóhann Már Leifsson jafnaði fyrir Ísland með sínu fyrsta marki fyrir A-landsliðið. Hann lét það ekki nægja því hann skoraði einnig í framlengingunni, eftir aðeins einnar mínútu leik, og tryggði Íslandi aukastigið. Ingvar Þór Jónsson átti stoðsendingu í lokamarkinu.

Leikskýrslan (pdf)

Íslendingar eru nú í öðru sæti riðilsins með fimm stig, eins og Belgar. Eistlendingar eru efstir með fullt hús. Næstsíðasti leikur Íslendinga verður á mánudag kl. 18 að íslenskum tíma, gegn heimamönnum í Serbíu.

Heimasíða mótsins
Lýsing mbl.is á leiknum 
Viðtal við Orra Blöndal á mbl.is
Viðtal við Jóhann Má Leifsson á mbl.is