Senior flokkur kvenna keppir á Vetrarólympíuleikunum í nótt, þar á meðal er Ivana okkar!

Við viljum minna á að 23. og 25. febrúar n.k. er komið að konunum í Vancouver á Vetrarólympíuleikunum að keppa og þar er á meðal keppenda Ivana Reitmayerova frá Slóvakíu en hún hefur æft hér á Akureyri þegar móðir hennar og þjálfari hefur komið að þjálfa í æfingabúðum LSA. Hún mun keppa með stutta prógrammið sitt eða skyldudansinn kl. 01:00 að íslenskum tíma (24. febrúar). Hún skautar nr. 2. Hægt er að horfa á mótið á Eurosport fyrir þá sem stöðina hafa en svo er hægt að sjá keppnina hér á netinu: http://www.myp2p.eu/competition.php?competitionid=∂=sports&discipline=olympicwintergames og http://www.eurovisionsports.tv/olympics/. Shizuka Arakawa frá Japan náði gullinu fyrir fjórum árum í Torino og verður fróðlegt að sjá hvað gerist í nótt :)