Seinni keppnisdagur í Bratislava

Pálína Höskuldsdóttir (mynd: Helga Hjaltadóttir)
Pálína Höskuldsdóttir (mynd: Helga Hjaltadóttir)
Velgengni stelpnanna hèlt áfram í Bratislava í gær. Í gærmorgun hóf Rebekka Rós Ómarsdóttir keppni í Juvenile 10 hópnum og hafnaði hún í 6.sæti með 28,83 stig. Pálína Höskuldsdóttir skautaði svo langaprógrammið sitt og lauk keppni í 10. sæti með 66.06 stig og setti hún persónulegt stigamet með þessari flottu frammistöðu. 
Við óskum stelpunum öllum og þjálfaranum þeirra, Ivetu Reitmeyerovu, til hamingju með frábæran árangur á mótinu og óskum þeim og fylgdarfólkinu þeirra góðrar ferðar heim.