SA Víkingar deildarmeistarar karla 2023

SA Víkingar deildarmeistarar 2023 (Þórir T.)
SA Víkingar deildarmeistarar 2023 (Þórir T.)

SA Víkingar eru deildarmeistarar 2023 en liðið var búið að tryggja sér titilinn fyrir nokkru en fékk bikarinn loks afhentan í gærkvöld eftir 5-2 sigur á Skautafélagi Reykjavíkur. Unnar Rúnarsson skoraði tvö mörk í leiknum, Uni Sigurðarson, Andir Mikaelsson og Gunnar Arason eitt mark hver. Róbert Steingrímsson var með 91.7% markvörslu í marki Víkinga en SA var með 24 skot á mark og SR 22 skot. SA Víkingar eiga einn leik etir af deildarkeppninni en hafa unnið 13 af 15 leikjum sínum í vetur. SA Víkingar mæta svo SR í úrslitakeppninni sem hefst 21. mars.