SA stelpur yngri, sækja í sig veðrið

Í gær áttust við í Egilshöllinni yngra kvenna lið SA og Björninn.   Það er óhætt að segja að þessar ungu stelpur hafi komið verulega á óvart í vetur, en mörgum þótti það heldur mikil bjartsýni í upphafi tímabils að tefla fram tveimur kvennaliðum frá einu og sama félaginu.  Stelpurnar gerðu sér lítið fyrir í gær og náðu stigi af Bjarnarstúlkum en leikar stóðu jafnir eftir venjulegan leiktíma en hvorugu liðinu tókst að skora í 60 mínútur.

Því var framlengt og jafnræðið hélt áfram þar sem markmennirnir voru í aðalhlutverki.  Þar sem ekkert mark var skorað í framlengingunni varð að grípa til vítakeppni þar sem Björninn hafði betur.  Engu að síður var hér um frábæran árangur að ræða hjá okkar stelpum, en þær höfðu einmitt betur gegn SA eldri fyrr í haust og fara nú inn í jólafríið með 3 stig. 

Það lítur allt út fyrir að það sé ekki lengur spurning um hvort, heldur hvenær þessar yngri stelpur verði orðnar alls-ráðandi í deildinni.