SA Íslandsmeistarar í U14

U14 SA Víkingar 2023 (mynd: Ólafur Þ.)
U14 SA Víkingar 2023 (mynd: Ólafur Þ.)

SA liðin tryggðu sér báða Íslandsmeistaratitlana í síðasta helgarmóti U14 sem fram fór í Skautahöllinni á Akureyri um nýliðna helgi. SA Víkingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í flokki A-liða og urðu SA Jötnar í öðru sæti. SA Garpar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í flokki B-liða. Við óskum þeim öllum til hamingju með titlana og árangurinn í vetur.

SA Víkingar 2023 (mynd: Ólafur Þ.)

SA Jötnar 2023 (mynd: Ólafur Þ.)

Garpar 2023 (Ólafur Þ.)

Eyrún fyrirliði SA Víkinga og formaður SA Siggi Sig (mynd: Ólafur Þ.)