SA eldri tapaði fyrir Birninum í kvöld

Ljósmynd: Ásgrímur Ágústsson
Ljósmynd: Ásgrímur Ágústsson

Í kvöld áttust við í deildarkeppninni SA eldri og Björninn í kvennaflokki.  Leikurinn fór fram í Egilshöllinni og skemmst er frá því að segja að það voru heimamenn sem unnu með þremur mörkum gegn engu.  Síðustu viðureign liðanna lauk með sigri SA fyrir norðan en nú snérist það við og munaði þar mest um magnaða markvörslu Karitas í marki Bjarnarins.  Hún átti stórleik, skellti í lás og krækti sér í shut-out þrátt fyrir mikla skothríð frá SA stúlkum á köflum.



 

Nú styttist í úrslitakeppnina og með þessum úrslitum hefur Björninn tryggt sér heimaleikjaréttinn.  Það má ljóst vera að liðin eru jöfn og baráttan um bikarinn verður hörð.   Stærsta verkefni SA verður að brjóta vörnina á bak aftur og finna leiðina fram hjá Karitas, sem telja verður mikilvægasta leikmann Bjarnarins um þessar mundir.