SA-Ásynjur unnu kvennalið Bjarnarins sannfærandi 5 : 0

Birna og Gugga (mynd: Elvar Pálsson)
Birna og Gugga (mynd: Elvar Pálsson)

SA-Ásynjur tókur Kvennalið Bjarnarins í kennslustund í fyrsta leik sínum á tímabilinu og unnu þá viðureign 5-0. Ásynjur eru komnar til baka og Guðrún Blöndal og Birna Baldursdóttir aftur mættar til leiks eftir að hafa tekið sér pásu frá meistaraflokki bróður partinn af tímabilinu í fyrra.

Linda Sveinsdóttir skoraði fyrsta mark leiksins eftir um 10 mínútur og Jónína Guðbjartsdóttir bætti um betur í lok lotunnar sem Ásynjur unnu 2-0. Í annarri lotu var aðeins eitt mark skorað en þar var Linda aftur á ferð eftir stoðsendingu frá Jónínu. Í 3 lotunni skoraði svo Silvía Björgvinsdóttir eftir undirbúning Guðrúnar Blöndal sem innsiglaði svo sigurinn þegar um 2 mínútur voru eftir af leiknum.

Leikurinn var góð skemmtun á að horfa, hátt tempó og skemmtilegt samspil og lofar góðu tímabili framundan.

SA TV sendi leikinn út LIVE á vefnum og hægt er að skoða hann á http://www.ihi.is/is/upptokur

Næsti leikur Ásynja verður gegn Ynjum í skautahöllinni á Akureyri á þriðjudaginn kl 19.30.

 

Mörk/Stoðsendingar

Ásynjur

Linda Sveinsdóttir 2/0

Jónína Guðbjartsdóttir 1/1

Guðrún Blöndal 1/1

Silvía Björgvinsdóttir 1/0