Reglu og áherslubreitingar fyrir dómara

Svo að ég sé ekki alltaf bara að nöldra og skammast ákvað ég að senda smá grein um reglubreitingar og áherslubreitingar sem dómarar eiga að fara eftir.  Þetta eru atriði sem er mjög gott fyrir leikmenn og áhorfendur að vita en komast ekki alltaf til skila.
 
Reglubreytingar IHI og Áherslubreytingar frá IIHF
 
 
Áherslubreytingar frá IIHF
Á hverju ári sendir IIHF frá sér fréttabréf þar sem fjallað er um sérstakar áherslur og breytingar á túlkunum á reglum í íshokký.  Nýjustu fréttabréfin er hægt að nálgast á heimasíðu IIHF með því að fylgja þessum slóðum:
 
Allir sem starfa við, spila eða bara hafa áhuga á íshokký ættu að kíkja á þessi fréttabréf.  Ef við förum í stuttu máli yfir það sem ég tel að gæti valdið mestum ruglingi á þessu keppnistímabili þá er það trúlega, friðhelgi markmanns og ákeyrsla á höfuð.
 
Nú er búið að taka af allan vafa um að markmaður er friðhelgur hvort sem er innan eða utan markmannsteigs.  Snerti leikmaður markmann án þess að hafa greinilega reynt að forðast snertinguna á að dæma "markmanns"hindrun.  Snerting er leyfð við markmann þegar hann er með pökkinn fyrir utan teig að því tilskildu að hún sé greinilega óvart.  Að sama skapi má markmaður ekki keyra á leikmann sem er að reyna að spila pekkinum fyrir utan teig.  Ef leikmaður hindrar markmann frá því að komast inn í markteig flokkast það sem "markmanns"hindrun
 
Taki sóknarmaður sér stöðu inn í markmannsteig skal leikur stöðvaður og uppkast tekið í hlutlausa svæðinu.
 
Mark telst gilt þó að leikmaður sé inn í markmannsteig að því tilskyldu að hann hafi engin truflandi áhrif á markmann og að leikmaðurinn sem er inni í teignum sé ekki sá sem skorar.
 
Ef leikmaður sem ætlar að tækla mótherja keyrir öxl, framhandlegg eða olboga upp til að hitta höfuð eða háls mótherja flokkast það sem ákeyrsla á höfuð og verður refsað í samræmi við það.
 
Reglubreyting IHI
Á aðalfundi IHI í sumar var samþykkt breyting á framkvæmdum leikja í MFL.  Fyrir hvern leik er hægt að fá mest þrjú stig, það fæst með því að vinna leikinn í venjulegum leiktíma.  Sé staðan jöfn eftir venjulegann leiktíma fær hvort lið eitt stig og verður að halda áfram að spila um þriðja stigið.  Eftir venjulegann leiktíma þar sem staðan er jöfn er spilaður 10 mín bráðabani (gullmark), þ.e. ef annað liðið skorar er það búið að vinna og tryggja sér þriðja stigið.  Ef ennþá er jafnt eftir bráðabanann er spiluð vítakeppni.
 
 
Breytingarnar eru fleiri og mæli ég með að menn kynni sér þær á heimasíðum IHI og IIHI
 
kv
Jón H