Önnur umferð Bikarmótsins í kvöld

Fjögur lið komast áfram í undanúrslit eftir leiki kvöldsins.

Liðsmenn eru beðnir að mæta tímanlega til að gera svellið klárt. Rétt fyrir leiki kvöldsins draga liðin sér bókstaf sem ræður niðurröðun liða. Þrjú sigurlið komast áfram í undanúrslit ásamt einu uppbótarliði. Reglan um uppbótarliðið er eftirfarandi: 1. Fjöldi unna umferða  2. Hlutfall skoraðra steina á móti steinum fengið á sig. ( Dæmi: lið tapar 7-6 = 1 steinn í mínus ) liðið með fæsta steina í mínus kemst áfram. Ef þessi regla dugar ekki tekur einn liðsmaður úr hvoru liði vítaskot og sá sem nær er miðju vinnur. Til að mæling sé gild verður steinninn að snerta hring. Ef hvorugur liðsmanna nær að setja inn á hring taka tveir næstu við. Kasta skal uppá hvor aðilinn byrjar. Skotkeppnin fer fram á hlutlausri braut, þ.e braut sem hvorugur aðilinn hefur spilað á.