Ólympíuleikar - styttist í krulluna

Keppni í krullu á Ólympíuleikunum í Vancouver hefst þriðjudaginn 16. febrúar.

Á vef Ólympíuleikanna má meðal annars fylgjast með úrslitum allra leikja og finna upplýsingar um liðin. Einnig eru þegar komin inn nokkur kynningarmyndbönd og væntanlega koma fleiri á meðan á keppni stendur: http://www.vancouver2010.com/olympic-curling-videos/. Hér er einnig ýmsan fróðleik að finna um krulluna á Ólympíuleikunum: http://www.olympic.org/en/content/Sports/All-Sports/Curling/.

Og hér eru nokkur skemmtileg myndbönd frá fyrri Ólympíuleikum: http://www.olympic.org/en/content/Sports/All-Sports/Curling/All-Curling-events/curling-Women/ og hér: http://www.olympic.org/en/content/Sports/All-Sports/Curling/All-Curling-events/curling-Men/.

Væntanlega getum við ekki vænst þess að mikið sjáist af þessari skemmtilegu íþrótt í íslensku sjónvarpi en einhverja leiki ættum við að geta séð á Eurosport (sjá heildardagsrká Eurosport frá ÓL hér: http://wintersports2010.eurosport-tv.com/#1) eða öðrum erlendum stöðvum, auk þess sem vonandi má sjá einhverja krulluleiki beint hér: http://www.eurovisionsports.tv/olympics/ eða hér: http://www.eurovisionsports.tv/olympics/hd.

Í kvennaflokki keppa Kanada, Kína, Danmörk, Bretland (Skotar), Japan, Rússland, Sviss, Svíþjóð og Bandaríkin. Evrópumeistarar Þjóðverja ná ekki inn á Ólympíuleikana en röðunin inn á leikana tekur mið af árangri liðanna á þremur næstu Heimsmeistaramótum fyrir leikana. Andrea Schöpp, skipper núverandi Evrópumeistara, er þó ekki ókunnug Ólympíuleikum því lið hennar sigraði á leikunum í Albertville 1992. Núverandi Ólympíumeistarar mæta hins vegar til leiks til að verja titilinn en það er hið sænska lið Annette Norberg. 

Hér eru til gamans töflur sem fengnar voru að láni á vef Alþjóða krullusambandsins sem sýna verðlaunahafa í krullu á Ólympíuleikunum. Sem fullgild keppnisgrein hefur krulla aðeins verið á Ólympíuleikunum frá 1998 en var sýningargrein 1988 og 1992 en áður hafði verið keppt í karlaflokki á leikunum 1924 og 1932.



GULL SILFUR BRONS
Ár
Staður Land Skiper Land
Skipper Land
Skipper
2006 Tórínó SWE Anette Norberg SUI Mirjam Ott CAN Shannon Kleibrink
2002 Salt Lake GBR Rhona Martin SUI Luzia Ebnöther CAN Kelley Law
1998 Nagano CAN Sandra Schmirler DEN Helena Blach Lavrsen SWE Elisabet Gustafson
1992 Albertville GER Andrea Schöpp NOR Dordi Norby CAN Julie Sutton
1988 Calgary CAN Linda Moore SWE Elisabeth Högström NOR Trine Trulse

Í karlaflokki taka þátt Kanada, Kína, Danmörk, Frakkland, Bretland (Skotar), Noregur, Sviss, Svíþjóð og Bandaríkin. Núverandi Ólympíumeistarar eru Kanadamenn en það verður þó ekki ríkjandi meistari (Brad Gushue) sem fær tækifæri til að verja titilinn því Kevin Martin vann undankeppnina í Kanada um það hvaða lið tæki þátt í leikunum fyrir hönd þjóðarinnar. Hann missti af Ólympíugullinu þegar lið hans tapaði fyrir Norðmönnum í úrslitaleiknum 2002.



GULL SILFUR BRONS
Ár
Staður Land
Skiper Land
Skipper Land
Skipper
2006 Tórínó
CAN Brad Gushue FIN Markku Uusipaavalniemi USA Pete Fenson
2002 Salt Lake NOR Pål Trulsen CAN Kevin Martin SUI Andreas Schwaller
1998 Nagano SUI Patrick Hürlimann CAN Mike Harris NOR Eigel Ramsfjell
1992 Albertville SUI Urs Dick NOR Tormod Andreassen USA Raymond "Bud" Somerville
1988 Calgary NOR Eigel Ramsfjell SUI Hansjörg Lips CAN Ed Lukowich
1932 Lake Placid CAN
CAN
CAN
1924 Chamonix GBR Willie K. Jackson SWE Petersén and Åhlén FRA F. Cournollet

Undanúrslitaleikir verða 25. febrúar, úrslitaleikir kvenna 26. febrúar og úrslitaleikir karla 27. febrúar.