ÓL:Skemmtileg nótt framundan

Í nótt er komið að frjálsa prógramminu í listhlaupi kvenna á skautum. Yu-Na Kim frá Kóreu hefur nokkuð mikla forystu eftir fyrri dansinn, en hún fékk 78.40 fyrir stutta prógrammið og var m.a.með þrefalt loop, toe og lutz í prógramminu sínu Mao Asada frá Japan er næst á eftir henni með 73.78 stig og í þriðja sæti eftir stutta er heimakonan, Joannie Rochette frá Kanada með 71.36 stig og eru þetta einu konurnar sem fengu yfir 70 stig í stutta. Stutta prógrammið er að baki og frjálsa verður í nótt.

Ivana okkar Reitmayerova gekk ekki nógu vel í stutta og verður því miður ekki meðal þeirra efstu sem keppa í nótt. Þessi 17. ára flotta skauta stúlka náði hins vegar þessum frábæra árangri að komast á leikana og er ég viss um að þetta var góð reynsla fyrir hana.

Mikið hefur verið skrifað í erlendum fjölmiðlum um þennan árangur Yu-Na, en eru Kóreubúar víst yfir sig grobbnir af þessari flottu skautastelpu og ekki skemmir það fyrir að ná að vinna Japana. Hins vegar dáist væntanlega öll heimsbyggðin af Joannie, kanadísku stúlkunni - en einungis þremur dögum eftir að hún kom ásamt fjölskyldu sinni til að taka þátt í Ólympíuleikunum, þá fékk móðir hennar hjartaáfall og lést.

Þrátt fyrir að mikill stigamunur sé á efstu konunum er uðvitað er ekki öll nótt úti enn. Frjálsa prógrammið, er eftir, en eitt fall, ein lítil mistök og allt getur breyst.

En auk efstu kvenna eru eru keppendur þarna fyrir neðan sem er virkilega gaman að horfa á, ég get nefnt t.d. Carolinu Kostner frá Ítalíu og Elenu Gedevanishvili frá Georgíu. Efst skautara frá norðurlöndunum er Laura Lepisto frá Finnlandi í 10.sæti og töluvert á eftir henni kemur samlanda hennar Kiri Korpi sem gekk ekki nægilega vel í stutta prógramminu sínu og náði einungis 17. sæti. Þetta eru engu að síður einu fulltrúar norðurlandanna á mótinu en einugis þrjátíu skautarar taka þátt í mótinu og bara þeir 20 efstu sem fá síðan að skauta frjálsa prógrammið sitt.

s.s. spennandi nótt framundan sem má fylgjst með á vefslóðinni

http://www.eurovisionsports.tv/olympics/