NM: Staðan eftir fyrri dag


Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir, Emilía Rós Ómarsdóttir og Elísabet Ingibjörg Sævarsdóttir hófu keppni á Norðurlandamótinu í listhlaupi á skautum í dag.

Stúlknaflokkur (Advanced Novice)
Keppt var í stuttu prógrammi í dag og er Emilía Rós í 16. sæti með 25,11 stig og Elísabet Ingibjörg í 19. sæti með 21.20 stig. Tuttugu keppendureru í Stúlknaflokknum. Keppandinn í efsta sæti eftir fyrri dag er frá Finnlandi og náði 39,15 stigum í dag.

Staðan eftir fyrri dag.
Sundurliðun einkunna

Keppni í frjálsu prógrammi í stúlknaflokknum hefst kl. 10 að staðartíma á föstudagsmorguninn (9 að íslenskum tíma).

Unglingaflokkur (Junior Ladies)
Keppni í unglingaflokki, Junior Ladies, hófst einnig í dag með keppni í stuttu prógrammi. Okkar fulltrúi þar, Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir, er í 18. sæti af tuttugu keppendum eftir fyrri daginn með 28,64 stig, en á toppnum er finnsk stúlka með 51,89 stig.

Staðan eftir fyrri dag.
Sundurliðun einkunna.

Keppni í frjálsu prógrammi í unglingaflokknum hefst kl. 13.10 á laugardag að staðartíma í Uppsölum, eða 12.10 að íslenskum tíma.