Níu frá SA á RIG


Listhlaupsmót Reykjavíkurleikanna (RIG) fer fram í Skautahöllinni í Laugardal um helgina. Níu keppendur eru skráðir til leiks frá SA.

Alls er 61 keppandi skráður til leiks, þar af 14 erlendir keppendur frá Noregi, Írlandi, Englandi og Belgíu, að því er fram kemur á vef Skautasambands Íslands. Ókeypis er inn á mótið alla helgina.

Aðalæfingar verða fyrir hádegi á föstudag, en keppni hefst kl. 8 á laugardag þegar flokkur 10 ára og yngri A stígur á svellið. Keppni stendur fram á kvöld á laugardeginum, en mótinu lýkur með verðlaunaafhendingu kl. 12.45 á sunnudag. 

Níu stúlkur frá Skautafélagi Akureyrar eru skráðar til leiks:
8 ára og yngri A: Rebekka Rós Ómarsdóttir
10 ára og yngri A: Ásdís Arna Fen Bergsveinsdóttir, Marta María Jóhannsdóttir
Advanced Novice: Elísabet Ingibjörg Sævarsdóttir, Emilía Rós Ómarsdóttir, Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir
Junior Ladies: Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir
14 ára og yngri B: Pálína Höskuldsdóttir
Junior Ladies B: Guðrún Brynjólfsdóttir

Tenglar á upplýsingar um mótið:
Fréttasíða RIG á vef Skautasambandsins
Dagskrá
Keppnisröð og úrslit