Mögulegt fyrir iðkendur í sumarvinnu að taka þátt í æfingabúðum LSA

Stjórn LSA og Helga Margrét yfirþjálfari hafa fengið nokkrar fyrirspurnir varðandi "eldri" iðkendur sem áhuga hafa á að taka þátt í æfingabúðunum okkar í ágúst en eru að vinna á sama tíma. Rætt hefur verið um möguleikann á að fá að nýta þá tíma sem iðkendur komast á og borga hlutfallslega í samræmi við það. Sumir eru að vinna seinni partinn á daginn og gætu þá nýtt æfingar fyrir hádegi og svo öfugt. Að sjálfsögðu viljum við að sem flestir sem áhuga hafa geti tekið þátt og gerum það sem í okkar valdi stendur til að koma til móts við alla. Við viljum biðja þá sem áhuga hafa að senda póst á skautar@gmail.com með nánari útskýringum á vinnutíma iðkanda og hvaða tímabil hann vill nýta, við svörum svo hverju erindi fyrir sig.