Mikið um að vera í Skautahöllinni í dag

Það er óhætt að segja að mikið verði um að vera í Skautahöllinni í dag.  Opnun vetraríþróttahátíðar og 10 ára afmælishátíð Skautahallarinnar hefst kl. 16:00 í dag auk þess sem tveir hokkíleikir fylgja í kjölfarið.  Dagskrá hátíðarinnar hefst á skrúðgöngu inn á ísinn sem í verða fulltrúar vetraríþrótta hér í bænum m.a. snjósleðar, hjól og hestar.  Í framhalidnu taka við nokkur ávörp og síðan kynning á íslensku keppendunum á Ólympíuleikunum.

Þegar þeirri kynningu lýkur tekur við sýning frá Listhlaupadeild þar sem fleiri tugir skautar munu taka þátt.  Því næst verður svo boðið upp á kaffi og kökur uppi á svölum og pöllum.  Strax á eftir sýningunni hefst svo upphitun leikmanna fyrir leik SA og SR sem hefst laust eftir kl. 17:00.  Á eftir karlaleiknum spila svo SA yngri og Björninn í kvennaflokki.