Meistaraflokkur rassskelltur á heimavelli

Myndina tók Sigurgeir Haraldsson
Myndina tók Sigurgeir Haraldsson

Eftir góðan leik á föstudagskvöldið vorum við rassskelltir af sama liði á laugardagskvöldið sjálfsagt með þær ranghugmyndir undir hjálmunum að við værum ósigrandi.  Leikurinn fór ágætlega af stað og fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós á 6. mínútu þegar pökkurinn barst til Mike Boudroeau á bláu línunni sem sendi rakleitt yfir á Björn Má sem hamraði pökkinn gegnum og þvögu og í netið fram hjá Ævari Björnssyni.  Arnþór Bjarnason jafnaði leikinn skömmu síðar og Egill Þormóðsson bætti strax við öðru og náði forystunni fyrir gestina.  Sigurður Sigurðsson náði að jafna leikinn á 13. mínútu  fyrir SA eftir sendingu frá Birni Má Jakobssyni.  Tvö mörk frá SR á 30 sekúndum undir lok lotunnar gaf þeim 4 – 2 forskot en Josh Gribben minnkaði muninn í 4 – 3 á síðustu sekúndu lotunnar.

2. lotu unnu SR-ingar 2 – 1 og juku þar með forskotið í 6 – 4.  Í lotunni fór að bera á skapgerðarbrestum hjá SA liðinu sem virtist eiga mjög bágt með að höndla það að vera undir og Mike Kobezda dómari sýndi enga miskunn.  Stefán Hrafnsson fékk sturtupassa um miðbik lotunnar og fær væntanlega bann í framhaldinu og er jafnvel kominn í langt jólafríi og getur hafist handa við að skreyta og skrifa jólakortin.


Í stað þess að rífa sig upp á rassgatinu í 3. lotu spiluðu allir með rassgatinu í staðinn og menn kepptust við að grafa sér dýpri gröf.  Josh var hent út úr leiknum fyrir kjafthátt og Sindri Björnsson ákvað að rifja upp hina fornu íslensku íshokkíhefð að spóla, og spólaði sig út úr leiknum – og á þessu stigi var leikurinn farinn að minna á söguna um 10 litla negrastráka.  Á meðan héldu SR-ingar áfram að spila sinn leik og skemmtu sér ágætlega yfir þeim sirkus sem SA bauð uppá og kláruð leikinn með 9 – 5 sigri.


Hér á bæ voru menn sigurreifir á föstudagkvöldið og montuðu sig af góðri vörn og ég veit ekki hvað og hvað og ekki annað í stöðunni en að éta það allt ofan í sig að nýju.  Hins vegar var þessi ósigur ekki varnarmönnum að kenna sem slíkum heldur varnarleik alls liðsins – þ.e.a.s. í heildina var liðið óagað í öllum sínum gjörðum, leikmenn fylgdu ekki einföldum leikkerfum og  grundvallaratriðum í „hokkí 101“ og höfðu þess utan ekki hemil á skapsmunum sínum.
Það verður þó að teljast jákvætt að brotlenda svona snemma á tímabilinu og hafa tíma til að bæta úr því sem brýnast er.  Næstu leikir verða um næstu helgi gegn Birninum og vonandi verður annað að sjá til liðsins þá.

 

Mörk og stoðsendingar
SA:  Sigurður Sigurðsson 1/2, Björn Már Jakobsson 1/1, Josh Gribben 1/0, Steinar Greittisson 1/0, Stefán Hrafnsson 1/0, Jón Gíslason 0/1, Mike Boudroeau 0/1.

SR:  Svavar Rúnarsson 3/1, Egill Þormóðsson 2/2, Gauti Þormóðsson 1/2,  Þorsteinn Björnsson 1/2,   Andri Þór Guðlaugsson 1/0, Arnþór Bjarnason 1/0,

Brottvísanir
SA: 86mín
SR: 49mín

Aðaldómari var Mike Kobezda og honum til fulltingis voru Andri Magnússon og Dúi Ólafsson