Team Gulli sigraði á Magga Finns mótinu

Símamynd HI.
Símamynd HI.


Sex lið, tvö eyfirsk og fjögur að sunnan, tóku þátt í Magga Finns mótinu í íshokkí sem fram fór í Skautahöllinni á Akureyri um helgina. Team Gulli úr höfuðborginni, öðru nafni Ungmennafélagið Langatöng, vann mótið, SA varð í öðru sæti og SR í þriðja.

Mótið hófst á föstudagskvöld, eftir skautadiskó, og var spilað fram á annan tímann aðfararnótt laugardagsins. Aftur var farið á svellið upp úr klukkan fjögur á laugardegi og spilað til miðnættis. Alls voru leiknir 15 leikir í mótinu. Team Gulli vann alla nema einn, gerði eitt jafntefli. 

Nokkur aukaverðlaun voru veitt eftir mótið. Guðni Helgason úr SA var valinn grófasti leikmaðurinn, fyrir ippon. Verðmætasti leikmaðurinn var valinn markvörður SHS, slökkviliðsins, Bernódus Sveinsson. Hann fór úr axlarlið í síðasta leik liðsins og yfir honum stumruðu um tveir tugir viðbragðsaðila (slökkviliðsmenn, sjúkraflutningamenn, lögreglumenn) en sjúkraflutningamenn sem voru staddir í húsinu og á vakt komust ekki að manninum. Honum var kippt í liðinn á staðnum.

Leiðrétt frá fyrstu birtingu: Tveir leikmenn voru jafnir og stigahæstir miðað við mörk og stoðsendingar. Andri Þór Guðlaugsson úr Team Gulli og Einar Guðni Valentine úr SA skoruðu báðir 6 mörk og áttu 2 stoðsendingar (fyrir sitt lið), en tveir aðrir skoruðu einnig sex mörk, Þórhallur Viðarsson var með 6/1 og Clark McCormick með 6/0. 

Myndina af sigurliðinu með fréttinni tók DJ-Zamboni á farsímann sinn. Betri myndir frá mótsstjóranum Sigurgeir Haraldssyni koma síðar.

Úrslit allra leikja:

SA - Team Helgi 3-2
Team Gulli - SR 8-2
Björninn - SHS 5-2
SR - SA 2-2
Team Helgi - SHS 11-0
Team Gulli - Björninn   6-1
SA - Team Gulli   1-1
SHS - SR  3-6
 Team Helgi - Björninn   4-1 
 SHS - SA  2-5
 Team Gulli - Team Helgi   3-2
 SR - Björninn   5-1
 Team Gulli - SHS    3-2
 SA - Björninn   4-1
 Team Helgi - SR   3-3


Lokastaðan:

Röð  Lið   Leikir   Sigrar   Jafnt.   Töp  Markatala  Stig
1.  Team Gulli   5 21-8 
2.  SA  5 15-8 
3.  SR 5 2 2 1 18-17 6
4.  Team Helgi 5 2  22-10 5
5.  Björninn 1 9-21  2
6.  SHS 9-30