Leikir SA um helgina, 5 leikir unnust en 1 tapaðist

4.flokkur stóð sig frábærlega um helgina og vann alla sína leiki, Ásynjur unnu einnig sinn leik  2:14  en 2.flokkur átti við ofurefli að etja og varð að lúta í ís  10:2 .

Úrslit leikja 4.flokks mótsins voru eftirfarandi;

Leikur 1 SA – SR      10 : 0    Smellið hér til að skoða hann á vimeo í boði SA TV og IHI

Leikur 2 SR – Bjö      3 : 9     Smellið hér til að skoða hann á vimeo í boði SA TV og IHI

Leikur 3 Bjö – SA      2 : 14   Smellið hér til að skoða hann á vimeo í boði SA TV og IHI

Leikur 4 SR – SA       3 : 8     Smellið hér til að skoða hann á vimeo í boði SA TV og IHI

Leikur 5 Bjö – SR      6 : 3     Smellið hér til að skoða hann á vimeo í boði SA TV og IHI

Leikur 6 SA – Bjo      6 : 4     Smellið hér til að skoða hann á vimeo í boði SA TV og IHI

 

Kvennaleikurinn í Laugardalnum var fín skemmtun og þar fóru á kostum Silvía Rán Björgvinsdóttir sem landaði 8 stigum í leiknum, 5 mörk og 3 stoðsendingar og Kolbrún María Garðarsdóttir sem var að spila sinn fyrsta leik með Ásynjunum og skoraði 6 mörk.  Tölfræði leiksins má skoða hér .

Leikur 2.flokks endaði 10 : 2 (5-0)(2-2)(3-0) en þessi flokkur er mjög fáliðaður og mætti til leiks með aðeins 3 skiptimenn sem fækkaði svo niður í 2 um miðja aðra lotu þegar einn SA manna var sendur í sturtu. Tölfræði leiksins er hægt að sjá hér .