Leikdagur: Björninn - SA í mfl karla

Myndin af einfætta íshokkíleikmanninum. Ljósm. Sigurgeir Har
Myndin af einfætta íshokkíleikmanninum. Ljósm. Sigurgeir Har

Eini íþróttaviðburðurinn sem skiptir einhverju máli fer fram í Egilshöllinni í dag kl. 16:30 er við Norðanmenn höldum suður yfir heiðar og tökum í lurginn á Bjarnarmönnum.  Það er orðið tímabært að stoppa sigurgöngu þeirra og tryggja stöðu SA á toppi deildarinnar.

 

Annars er staðan í deildinni óvenju jöfn nú þegar glittir í lok undankeppninnar.  SA er efst með 20 stig, SR með 19 og Björninn rekur lestina með 15.  Öll lið eiga nú fjóra leiki eftir og allt í einu skiptir hvert stig máli.  Björninn eygir nú möguleika á því að komast í úrslit í fyrsta skiptið síðan 2001.  Til þess að svo getur orðið þarf eitt af þrennu að gerast, að þeir vinni þrjá af þessum fjórum leikjum, eða annað hvort SA eða SR tapi öllum sínum leikjum sem eftir eru, en þá dugar Birninum aðeins tveir sigrar til viðbótar.

Á meðan Björninn hefur unnið fjóra leiki í röð, hefur SR tapað fjórum leikjum í röð.  Allt getur gerst.

Egilshöllin kl. 16:30 laugardaginn 30. janúar. Guð blessi íshokkíið.