Leiðrétting vegna fréttar um Ólympíuleikana

Leiðinleg villa í frétt um Ólympíuleikana og í könnun. Karla- og kvennalið Þjóðverja vantaði í upptalninguna.

Í frétt um keppni í krullu á Ólympíuleikunum varð sá misskilningur til í kolli fréttaritara að Þýskaland ætti ekki lið í kvennaflokki á leikunum. Það er alrangt. Evrópumeistarar Þjóðverja eru með lið bæði í kvenna- og karlaflokki. Andrea Schöpp og liðsfélagar hennar eru hér með beðnar afsökunar á þessu. Í upptalningu á karlaliðunum vantaði einnig Þýskaland og eru Kapp og hans kappar beðnir velvirðingar á því.

Til að hafa þetta á hreinu þá eiga eftirtalin lönd lið í kvennaflokki: Bandaríkin, Bretland (Skotland), Danmörk, Japan, Kanada, Kína, Rússland, Sviss, Svíþjóð og ÞÝSKALAND.

Í karlaflokki eru það Bandaríkin, Bretland (Skotland, Danmörk, Frakkland, Kanada, Kína, Noregur, Sviss, Svíþjóð og ÞÝSKALAND.

Könnunin sem farin var af stað (sjá hér til hægri og neðar á síðunni) hefur því verið endurnýjuð og nú er spurt aftur: Hvaða lið verður Ólympíumeistari í kvennaflokki í krullu. Þess má geta að keppni í krullu hefst í dag, karlarnir hefja keppni kl. 9.00 að staðartíma í Vancouver (17.00 að íslenskum tíma) en konurnar hefja keppni kl. 14.00 að staðartíma (22.00 að íslenskum tíma).