Landsliðsfréttir-Tryout

Um helgina verður landsliðsúrtak u20 landsliðsins sem mun fara til Mexíkó 10. janúar. Liðið mun þar spila í 3. riðli þar sem þess bíður mikið verk að vinna sig aftur uppí 2. riðil þar sem það á heima. Mun liðið etja kappi við löndin, Mexíkó, Búlgaríu, Nýja Sjálandi, Suður Afríku og Tyrkland. Ráðinn hefur verið þjálfari til verksins og heytir hann Owe Holmberg og kemur frá Nyköping í Svíþjóð.

Æfingarnar munu verða sem hér segir á ís. Frekari dagskrá munu leikmenn fá við komuna.

-Föstudaginn frá 21:15 til 23:15 í Laugardal.

-Laugardaginn frá 11:55 til 12:45 í Laugardal.

-Sunnudag frá 8:00 til 10:00 í Egilshöll.

Leikmenn SA sem valdir hafa verið til að fara á þessar æfingar eru.

Jón Ingi Hallgrímsson ´86 ,Sóknarmaður.

Birkir Árnason ´87 ,Varnarmaður.

Einar Guðni Valentine ´87 ,Sóknarmaður.

Elmar Magnússon ´88 ,Varnarmaður.

Guðmundur Snorri Guðmundsson ´88 ,Sóknarmaður.

Ómar Smári Skúlason ´88 ,Markmaður.

Steinar Grettisson ´88 ,Sóknarmaður.