Karfan er tóm.
Kvennalið SA hefur tímabilið á Íslandsmótinu í Toppdeild kvenna á morgun þegar liðið ferðast suður yfir heiðar og mætir ríkjandi Íslandsmeisturum Fjölnis. Liðin í deildinni hafa öll tekið breytingum frá síðasta tímabili og vatn hefur runnið bæði norður og yfir lækinn.
SA liðið hefur styrkt sig í sumar með einum leikmanni en sú viðbót gæti reynst púslið sem liðinu hefur vantað. Kolbrún Garðarsdóttir er snúin aftur í SA en hún hefur verið SA liðinu ljáfur að eiga við síðustu ár með liði Fjölnis. Engin leikmaður hefur yfirgefið hópinn frá síðasta tímabili og hópurinn því öflugri og reynslumeiri en áður - með blöndu af reyndum landsliðskonum og stórum hópi efnilegra leikmanna sem berjast af krafti um sín sæti. Marvarðarstaðan er áfram virkilega sterk með Shawlee Gaudreault áfram í markinu en hún hefur verið besti markvörður deildarinnar um árabil og sýnt ótrúlegan stöðugleika.
Kanadíski þjálfarinn Sheldon Reasbeck er á sínu öðru ári með liðið. Hann leggur mikla áherslu á liðsheild og segir hópinn í dag vera heildstæðari en áður og styrkinginn styðji vel við þann grunn sem var til staðar. “Ég hef miklar væntingar til þessa hóps. Markmiðið er að liðið nái að smella saman sem ein heild og að við vinnum sem eitt lið” segir Sheldon
Það verður áhugavert að fylgjast með hvernig Reykjavíkurliðin koma undir sumri en ljóst er að Fjölnir stendur frammi fyrir stórum skörðum eftir brottför Kolbrúnar og fleiri landsliðsleikmanna. Kolbrún styrkir á móti SA liðið verulega bæði í vörn og sókn. Félagaskipti leikmanna hafa verið fjölmörg á síðustu dögum og meðal annars hafa sterkir leikmenn gengið í raðir SR rétt fyrir fyrsta leik.
Opnunarleikur tímabilsins fer fram í Egilshöll á morgun og það er ljóst að spennandi vetur er framundan í Toppdeild kvenna.
Leikmannahópur SA 2025-2026
Staða | Nr | Leikmaður | Aldur | Mfl. Leikir | Stig |
D | #12 | Aðalheiður Anna Ragnarsdóttir | 18 | 64 | 17 |
D | #3 | Anna Sonja Ágústsdóttir | 37 | *116 | 128 |
D | #8 | Arndís Eggerz Sigurðardóttir | 36 | *127 | 84 |
D | #14 | Eva María Karvelsdóttir | 32 | 136 | 99 |
D | #11 | Freyja Rán Jónínu- og Sigurjónsdóttir | 15 | 14 | 3 |
D | #26 | Friðrika Ólöf Stefánsdóttir | 19 | 25 | 0 |
D | #68 | Magdalena Sulova | 17 | 59 | 22 |
D | #15 | Sveindís Marý Sveinsdóttir | 18 | 54 | 6 |
D | #22 | Sylvía Mörk Kristinsdóttir | 15 | 14 | 0 |
F | #19 | Amanda Ýr Bjarnadóttir | 18 | 65 | 33 |
F | #4 | Aníta Júlíana Benjamínsdóttir | 15 | 15 | 0 |
F | #6 | Arna Sigríður Gunnlaugsdóttir | 18 | 23 | 2 |
F | #17 | Eyrún Arna Garðarsdóttir | 17 | 32 | 3 |
F | #10 | Guðrún Ásta Valentine | 13 | 4 | 1 |
F | #28 | Heiðrún Helga Rúnarsdóttir | 16 | 32 | 4 |
F | #77 | Herborg Rut Geirsdóttir | 24 | 34 | 26 |
F | #21 | Jónína Guðbjartsdóttir | 44 | *139 | 122 |
F | #24 | Kolbrún Björnsdóttir | 17 | 55 | 13 |
F | #27 | Kolbrún María Garðarsdóttir | 23 | 105 | 204 |
F | #7 | Lara Mist Jóhannsdóttir | 20 | 51 | 5 |
F | #16 | Ragnheiður Alís Ragnarsdóttir | 17 | 57 | 8 |
F | #91 | Silvía Rán Björgvinsdóttir | 26 | 130 | 376 |
F | #23 | Sólrún Assa Arnardóttir | 16 | 45 | 24 |
G | #41 | Shawlee Gaudreault | 29 | 45 | 0.946% |
G | #35 | Aníta Ósk Sævarsdóttir | 16 | 3 | 0.857% |
G | #40 | Marey Viðja Sigurðardóttir | 14 | 1 | 0.886% |
* Aðeins tölfræði frá árinu 2010 en í töluna vantar alla leiki og stig fyrir þann tíma | |||||