Krullumót í kvöld

Ákveðið hefur verið að fresta Bikar- og Akureyrarmóti um tvær vikur með von um að Riddarar og Bónusliðar verði tilbúnir í slaginn þá.  Í staðin ætlum við að keppa um Gimli bikarinn næstu tvö kvöld. Spilaðir verða 2 leikir í kvöld, 3 endar.  Næsta mánudag verður síðasti leikurinn spilaður og svo munu tvö efstu liðin spila úrslitaleik en hin tvö keppa þá um 3ja sætið.