Krullumaður og krullukona ársins valin

Krullarar ársins 2008 Svana og Óli Núma
Krullarar ársins 2008 Svana og Óli Núma

Fyrir leiki áramótamótsins var tilkynnt hverjir hefðu verið valin krullumaður og krullukona ársins 2008

Krullukona ársins hjá krulludeild Skautafélags Akureyrar var valin Svanfríður Sigurðardóttir
Svanfríður hefur stýrt liði sýnu Fífunum sem skipað er þremur konum og einum karlmanni frá upphafi.
Á árinu hafa Fífurnar komist í úrslit í Bikarkeppni og Akureyrarmóti. Svanfríður hefur einnig unnið mikið fyrir félagið á
undaförnum árum og er vel að þesum titli sem krullukona ársins komin, en þetta er í fyrsta skipti sem krullukona ársins
er útnefnd hjá krulludeild SA.


Krullumaður ársins var valinn Ólafur Númason
Ólafur er núverandi Íslandsmeistari og Gimli meistarari með sýnu liði Mammútum.
Mammútar hafa verið í fremstu röð krullara frá því þeir hófu sinn feril í krullu og hafa ávallt verið
mjög samstilltir og góðir félagar og hefur Ólafur farið þar fremstur í flokki.
Ólafur hefur starfað mikið fyrir félagið og situr í stjórn krulludeildar.