Krullumaður ársins: Jón Ingi Sigurðsson

Jón Ingi Sigurðsson, krullumaður ársins 2009.
Jón Ingi Sigurðsson, krullumaður ársins 2009.
Jón Ingi Sigurðsson, fyrirliði Mammúta og íslenska landsliðsins, er krullumaður ársins 2009.

Jón Ingi er þar með krullumaður ársins í annað sinn en hann hlaut einnig þessa útnefningu 2005. Jón Ingi stýrði liði sínu, Mammútum, til margra sigra á árinu og er liðið án efa sigursælasta lið ársins 2009. Mammútar sigruðu í fjórum af átta mótum sem liðið tók þátt í og hafnaði í öðru sæti í tveimur mótum til viðbótar. Jón Ingi stýrði liði Mammúta einnig þegar liðið tók þátt í Evrópumótinu fyrir Íslands hönd núna í desember. Þar náði liðið þeim áfanga að ná fyrsta sigri íslensks landsliðs á Evrópumóti en Mammútarnir sigruðu lið Slóvakíu og Hvíta-Rússlands. Jón er vel að þessari viðurkenningu kominn og óskar krulluvefurinn honum til hamingju með útnefninguna.

Krullumaður ársins hefur verið útnefndur á hverju ári frá 2004 og hafa eftirtaldir hlotið þessa viðurkenningu:

2009 - Jón Ingi Sigurðsson (Mammútar)
2008 - Ólafur Númason (Mammútar) og Svanfríður Sigurðardóttir (Fífurnar)
2007 - Ólafur Hreinsson (Kústarnir)
2006 - Jón S. Hansen (Skytturnar)
2005 - Jón Ingi Sigurðsson (Mammútar)
2004 - Gísli J. Kristinsson (Víkingar)