Krulla: Nýtt fólk velkomið

Áhersla verður á kynningu og kennslu fyrir nýliða í krullu á næstu vikum.

Ef þig langar til að koma og prófa krullu eða veist um einhvern sem líkleg(ur) væri til að hafa gaman af að koma og prófa þá er gott tækifæri til þess einmitt núna. Krulludeildin mun á næstu vikum leggja sérstaka áherslu á að taka á móti nýju fólki, hvort sem er einstaklingum eða hópum, kynna íþróttina og kenna réttu tökin. Ef um hópa er að ræða væri gott að hafa samband við formann Krulludeildar fyrirfram, t.d. með því að nota tilkynningarformið hér til vinstri og neðar á síðunni.

Æfingar eru á mánudags- og miðvikudagskvöldum. Gott er að mæta tímanlega til að fá fyrstu leiðbeiningar áður en farið er á svellið. 

Mánudagar: Kl. 20.00-22.30
Miðvikudagar: Kl. 21.00-23.00 

Allir velkomnir!