Kreppan hefur áhrif á krulluna

Mammútar fara ekki á EM í krullu.     Eins og flestir vita unnu Mammútar sér þann rétt sem íslandsmeistarar að fara á Evrópumeistaramótið í krullu sem haldið er í Örnskoldsvik í Svíþjóð í næsta mánuði. Það er mikill kostnaður sem fylgir því að fara svona ferð og ljóst að hún yrði ekki farin nema með fjárstuðningi fyrirtækja og annara aðila.  Mammútar voru búnir að leggja mikla vinnu í fjáröflun sem gekk vel, þ.e.a.s loforðin voru næg en þegar á reyndi og kreppan skall á okkur féllu fyrirtækin hvert af öðru frá sínum loforðum. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir þá og ekki síður okkur krullara, en við þessu er ekkert að gera, því nú er kreppa.    Þá er bara að kreppa hnefa, það gengur bara betur næst.