Jötnar spila við Björninn í kvöld

Í kvöld kl. 19:30 mætast hér í Skautahöllinni Jötnar og Birnir en aðeins er liðin vika síðan liðin áttust síðast við sunnan heiða.  Jötnar steinlágu í það skiptið og því stendur til að hefna fyrir ófarirnar í kvöld.  Liðin eru jöfn að stigum í Íslandsmótinu, bæði með tvo sigra.  Jötnar hafa sigrað bæði SR og Víkinga, en Björninn hefur bara sigrað Jötna.  Samkvæmt þessari tölfræði ættu Jötnar að geta strítt þeim eitthvað en illa hefur gengið það sem af er vetri.

 

Eftir síðasta leik kváðust Bjarnarmenn hafa unnið því þeir höfðu allir verið á sömu blaðsíðunni.  Jötnar hafa klórað sér í skallanum yfir þessum ummælum síðan, étið harðfisk og velt vöngum.  Í kvöld munu Jötnar prófa að vera a.m.k. einn á hverri blaðsíðu með þó lauslegar heimildir um blaðsíðu flakk, sé meira um að vera á næstu blaðsíðu.  Þetta verður baráttan um blaðsíðurnar í kvöld.... hmm eða þannig.