Jötnar komnir uppfyrir Björninn eftir annan sigur

Einbeitur Jötunn, Erlingur Heiðar Sveinsson: Ljósmynd Elvar Pálsson
Einbeitur Jötunn, Erlingur Heiðar Sveinsson: Ljósmynd Elvar Pálsson

Jötnarnir unnu í gærkvöldi annan sigurinn á Birninum á tveimur dögum og lönduðu því heilum sex stigum um helgina og komust með því yfir Björninn á stigatöflunni.  Jötnar eru sem stendur í 3. sæti með 13 stig en Björninn er í neðsta sæti með 11 stig.

Nokkuð jafnræði var með liðunum, Jötnar skoruðu fyrsta markið og Björninn jöfnuðu, síðan skorðu Jötnar tvö í röð í 3. lotu áður en gestjafarnir gerðu slíkt hið sama og jöfnuðu aftur.  Annað mark lotunnar átti hinn ungi og efnilegi varnarmaður Ingþór Árnason, sem skoraði sitt fyrsta mark í meistaraflokki og auðvitað frá bláu línunni.  Ingþór spilar líkt og Sigurður Reynisson einnig í 2. og 3. flokki og hafa þeir því spilað ansi marga leiki í vetur og það er að skila sér.

Á síðustu mínútum var allt í járnum og allt stefndi í framlengingu þegar Helgi LeCunt skoraði sigurmarkið skömmu fyrir leikslok og tryggði Jötnum öll stigin sem í boði voru um helgina.  Sannarlega glæsilegur árangur hjá Jötnunum sem áttu óvenju erfiða viku því þeir þurftu að spila þrjá leiki í Reykjavík á 5 dögum og geri aðrir betur.  Af þeim 9 stigum sem í boði voru þessa 5 daga náðu þeir sér í 7.  Jötnar hafa nú lagt öll liðin í deildinni að velli.
Reynir Sigurðsson var á leiknum og var með beina textalýsingu sem sjá má hér að neðan.

Því miður klikkaði eitthvað á vefsíðunni en lýsingin hvarf, en við byrjum bara aftur.  Staðan  2 - 3.   björninn er miklum ham .   8,12 eftir.    Björninn jafnar með mikilli baráttu staðan 3 - 3,    5,39 eftir.      björninn fer í box fyrir tripp,   3,20  eftir.   1,06 eftir af refsingu ,  leikhlé hjá Jötnum.  2,35  eftir.    hooking á björninn   1,55 eftir.   jötnar skora    3 - 4,   1,33 eftir.      stebbi jötun fær hooking  og 28 sek eftir   spilað 4 á 4.    leik lokið með sigri jötna  3 - 4.  og þar með eru Jötnar komnir uppfyrir Björninn í deildinni.    Góóóóóðir SA .....