Íþróttastefna Akureyrarbæjar

Á fundi ÍBA í gærkvöldi var kynnt samstarfsverkefni ÍBA, ÍRA og skólaþróunnarsviðs HA, vegna íþróttastefnu Akureyrarbæjar. Upphaflega stóð til að fara í vinnu vegna afreksstefnu en verkefnið hefur undið upp á sig og á nú að reyna að móta íþróttastefnu Akureyrarbæjar.

Skipaðir verða 5 starfshópar undir forystu ÍRA fulltrúa og skulu a.m.k. 5 fulltrúar frá ÍBA vera í hverjum hópi (ekkert hámark og vonandi sem flestir). ÍBA er því að óska eftir að félögin virki sem flesta félagsmenn sína í þessa starfshópa. Hóparnir munu fjalla um eftirfarandi:

a) Afreksíþróttir

b) Almenningsíþróttir

c) Íþróttir og skólastarf

d) Íþróttir barna og unglinga

e) Samstarf Akb. og íþróttahreyfingarinnar.

Nú höfum við virkilega tækifæri til að koma okkar áherslum og málefnum á framfæri og verðum að nýta okkur það. Akureyrarbær er þarna að veita almenningi einstakt tækifæri til að hafa áhrif á íþróttamál í bænum og ber að fagna því. Ég auglýsi því eftir áhugasömum til að taka þátt í hópastarfinu, stjórnarmenn, iðkendur, foreldra og alla sem hafa eitthvað fram að færa sem getur styrkt íþróttalíf í bænum og orðið okkar félagi til framdráttar.

Sendið mér póst á oh(hjá)vegagerdin.is með fullu nafni, netfangi og í hvaða hópi þið hafið mestan áhuga á að starfa. Stefnum svo að því að funda til að ræða málin nánar.

Mikið liggur á því hefja á störf strax í næstu viku og ljúka á vinnu um miðjan október. (gætu orðið 2 - 6 fundir)