Íslenska U18 landsliðið fékk silfur á heimavelli

Ísland U18 HM Akureyri 2023 (Jón Heiðar)
Ísland U18 HM Akureyri 2023 (Jón Heiðar)

Íslenska U18 landsliðið fékk silfur á HM í 3.deild eftir svekkjandi tap gegn Ísrael í síðasta leik mótsins. Leikurinn var hreinn úrslitaleikur fyrir fullu húsi gesta en Ísrael fékk draumabyrjun í leiknum og komust í 2-0 í fyrstu lotu. Ísland náði að minnka munninn í 3. lotu í 2-1 en nær komumst við ekki því Ísrael bætti við þremur mörkum og tóku gullverðlaunin á mótinu. Birki Einisson var valinn besti leikmaður íslenska liðsins á mótinu og Arnar Helgi Kristjánsson var valinn besti varnarmaður mótsins.