Íslenska U18 kvennalandsliðið með silfurverðlaun á HM í Búlgaríu

U18 kvennalandsliðið í íshokkí vann sifurverðlaun á HM í deild IIb í Búlgaríu sem kláraðist í gærkvöld. Ísland vann 4 leiki af 5 og voru hársbreidd frá gullinu því Nýja-Sjáland mátti ekki tapa stigum gegn Búlgaríu í sínum síðasta leik og skoraði sigurmark leiksins á síðustu mínútum leiksins svo tæpar mátti það ekki standa. Íslenska liðið spilaði frábært íshokkí á mótinu og frammistaðan gefur góð fyrirheit um frammtíðina. Aðalheiður Ragnarsdóttir var valin besti varnarmaður mótsins og Friðrika Magnúsdóttir mikilvægasti leikmaður íslenska liðsins á mótinu. Við óskum liðinu og starfsfólki til hamingju með árangurinn og góðrar ferðar heim.