Íslenska karlaliðið í íshokkí hefur leik á HM á morgun

Íslenska karlalandsliðið í íshokkí hefur leik á Heimsmeistaramótinu í II deild A á morgun. Ísland er nú að taka þátt í deildinni í fyrsta sinn síðan 2018 en liðið vann B deildinna á heimavelli á síðasta ári. Mótið fer fram í Pista De Hielo Skautahöllinni í Madríd á Spáni en auk Íslands eru í riðlinum heimaliðið Spánn, Ástralía, Króatía, Ísrael og Georgía. Ísland mætir Georgíu í fyrsta leik mótsins sem fer fram á morgun kl. 10:30 á íslenskum tíma.

SA á 10 leikmenn í liðinu í ár en auk þess eru aðstoðrþjálfari liðsins Sami Lehtinen og liðstjóri Rúnar Freyr Rúnarsson auk þess sem báðir tækjastjórar liðsins eru úr SA þeir Ari Gunnar Óskarsson og Leifur Ólafsson en aðalþjálfari liðsins er Vladimir Kolek.

Leikmenn SA í landsliði Íslands:

Jakob Jóhannesson
Gunnar Arason
Atli Sveinsson
Ingvar Jónsson
Ormur Jónsson
Andri Mikaelsson
Jóhann Leifsson
Unnar Rúnarsson
Heiðar Jóhansson
Ólafur Baldvin Björgvinsson