Íslandsmótið í krullu - úrslit 1. umferðar

Íslandsmótið í krullu hófst í kvöld með fjórum leikjum. Enn og aftur lentu Svarta gengið og Garpar saman í fyrstu umferð móts.

Fyrir leiki fyrstu umferðar var dregið um töfluröð þannig að í leikjadagskránni er nú nægt að sjá leiki allra liða alveg til loka deildarkeppninnar. Við dráttinn í kvöld kom í ljós að Svarta gengið og Garpar ættu að spila saman í fyrstu umferð - en það ku víst henda nokkuð oft að þessi lið spili saman í upphafi móta.

Eins og fram hefur komið er nú leikið eftir breyttu fyrirkomulagi og taka öll liðin eitt skot að miðju hrings við lok upphitunar til að ákveða hvort lið hefur val um síðasta stein, auk þess sem þessi skot geta ráðið röð liða þegar upp er staðið ef lið eru jöfn og jafnt er í innbyrðis viðureignum. Áréttað skal það sem tilkynnt var fyrir leikina í kvöld að það lið sem talið er upp á undan í leikjadagskránni (bæði í excel-skjalinu, í frétt hér á vefnum fyrir hverja umferð og á skorblaðinu) tekur sína upphitun á undan og síðan skot í lok upphitunar.

Í LSD-skotum kvöldsins voru það Üllevål sem stóðu sig best, steinn þeirra var aðeins 11 sentímetrum frá miðju - en síðan reyndist þetta skot það eina sem liðinu tókst að vinna í kvöld því það steinlá fyrir Víkingum, 0-10. Það er reyndar athyglisvert að það lið sem náði næstbestum árangri í skotinu voru einmitt mótherjar Üllevål, Víkingar, sem voru 34 sentímetrum frá miðju.

Úrslit kvöldsins (árangur í LSD-skoti í sviga)

 Mammútar (112) - Fífurnar (111)  
   5-2
 Riddarar (65) - Skytturnar (148)
   3-8
 Víkingar (34) - Üllevål (11)
 10-0
 Svarta gengið (139) - Garpar (185,4) 
   7-3

 

 

 



Öll úrslit og leikjadagskrá í excel-skjali hér.

Önnur umferð Íslandsmótsins fer fram miðvikudagskvöldið 27. janúar en þá leika:

Garpar - Üllevål
Svarta gengið - Mammútar
Fífurnar - Riddarar
Skytturnar - Víkingar

Ísumsjón: Riddarar, Víkingar, Skytturnar, Fífurnar