Íslandsmótið í krullu: Mammútar í úrslit

Mynd: HI
Mynd: HI

Mammútar sigruðu Ice Hunt í undanúrslitum Íslandsmótsins í krullu, 9-8, í framlengdum leik þar sem úrslitin réðust á síðasta steini í aukaumferð.

Það verða því Garpar og Mammútar sem leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn mánudagskvöldið 24. mars. Bronsleikurinn verður á milli Ice Hunt og Freyja.

Leikurinn í kvöld var mjög kaflaskiptur. Mammútar komust yfir í upphafi, en Ice Hunt svaraði og komst í 3-2. Þá komu sex stig í röð frá Mammútum og staðan orðin 8-3, en aftur snérist leikurinn við, Ice Hunt skoraði fimm stig í tveimur síðustu umferðunum og jafnaði. Því þurfti að framlengja og þar var Ice Hunt með kjörstöðu lengst af, alveg þangað til kom að síðasta steini Mammúta. Eftir smá krókaleið komst hann inn fyrir stein Ice Hunt og það dugði. Mammútar fengu aukastigið og sigruðu, 9-8.